Erlent

Skólakokkur gaf börnum rottueitur

Mynd/afp
Skólakokkur í suðurhluta Brasilíu hefur játað að hafa bætt rottueitri við matinn sem hann bauð upp á í mötuneyti skólans.

Sextán kennarar og 22 nemendur í Pacheco Prates skólanum í brasilísku borginni Porto Alegre, veiktust eftir að hafa borðað stroganoff sem borið var fram í mötuneytinu. Þau voru öll flutt á sjúkrahús þar sem þau fengu viðeigandi meðferð og nú hafa þau öll verið útskrifuð.

Lögregla var kölluð til þegar opnir rottueiturskassar fundust í eldhúsi skólans. Við yfirheyrslur viðurkenndi kokkurinn að hann hafði borið rottueitur á kjötið. Talsmaður lögreglunnar sagði kokkinn ekki geta útskýrt tildrög verknaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×