Erlent

Hundruð þúsunda flýja fellibylinn Muifa

Fellibylurinn Muifa hefur varð fjórum að bana þegar hann fór framhjá Filippseyjunum í síðustu viku.
Fellibylurinn Muifa hefur varð fjórum að bana þegar hann fór framhjá Filippseyjunum í síðustu viku. Mynd/AFP
Yfir 200 þúsund manns í Austur-Kína hafa verið flutt brott af strandsvæðum og þúsundir skipa hafa verið kölluð aftur til hafnar vegna fellibylsins Muifa sem stefnir nú á landið eftir að hafa haft viðkomu í Filippseyjum, Taívan og Japan. Þá hafa 80 þúsund manns verið flutt brott úr Fuijan héraði.

Búist er við að bylurinn skelli á Kína næstkomandi mánudagsmorgunn en svo virðist sem stórborgin Shanghai, sem átti samkvæmt fyrri spám að lenda í miðu bylsins, sleppi við það allra versta.  Flug til og frá borginni hafa þó verið felld niður auk þess sem 500 manns hafa verið flutt frá strandsvæðum Shanghai.

Fjórir týndu lífinu þegar fellibylurinn fór framhjá Filippseyjum í síðustu viku, þrátt fyrir að bylurinn hafi ekki náð þar á land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×