Erlent

Krefjast afsagnar fjármálaráðherrans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Repúblikanar vilja að Geithner víki úr embætti. Mynd/ afp.
Repúblikanar vilja að Geithner víki úr embætti. Mynd/ afp.
Repúblikanar í Öldungadeild Bandaríkjaþings krefjast afsagnar Timothys Geithners fjármálaráðherra eftir að S&P lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna í fyrsta sinn í sögunni í gær. Lánshæfismatið var í hæsta flokki AAA en er nú komið í AA+ með neikvæðum horfum.

Jim DeMint öldungadeildarþingmaður krefst þess að Obama forseti víki Timothy Geithner fjármálaráðherra úr embætti og setji annan í hans stað sem geti komið lagi á fjármálin og stuðli að fjölgun starfa.

Harry Reid, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir hins vegar að lánshæfismatseinkunnin sýni þörfina á því að ná tökum á ríkisfjármálunum með samblandi af niðurskurði á ríkisútgjöldum og tekjuaukningu.

John Chambers, yfirmaður hjá S&P, segir að um sé ræða vandamál sem hafi verið að þróast lengi. Mun lengur en þetta kjörtímabil. 


Tengdar fréttir

Lánshæfismat Bandaríkjanna lækkað

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat bandaríska ríkisins í gærkvöld. Matið var fært úr efsta þrepi, eða AAA í næstefsta þrep sem er AA+, með neikvæðum horfum. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem lánshæfismat Bandaríkjanna er lækkað. Ástæðan er áhyggjur af hallarekstri Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×