Erlent

Gífurleg óánægja með störf þingmanna í Bandaríkjunum

Almenningur í Bandaríkjunum hefur ekki verið jafn óánægður með þingmenn sína síðan að mælingar á slíku hófust fyrir 34 árum.

Ný skoðanakönnun sem unnin var á vegum New York Times og CBS sýnir að 82% Bandaríkjamanna eru óánægðir með þingmenn sína og telja þá standa sig illa í starfi. Aðeins 14% lýsa yfir ánægju með störf þingsins.

Nokkru fleiri eru óánægðir með störf Repúblikana en Demókrata. Óánægjan nær ekki eins mikið til Barack Obama bandaríkjaforseta. 47% eru ánægðir með störf hans en 46% almennings þykir hann standa sig illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×