Erlent

Var fullur þegar hann skrifaði undir samningana

Mynd/Roger T. Schmidt
Martin Resendiz, bæjarstjóri Sunland Park í Nýju Mexíkó hefur viðurkennt að hafa verið drukkinn þegar hann skrifaði undir níu samninga við kalifornískt fyrirtæki, Synthesis. Nú hefur Synthesis lögsótt bæinn og krefur hann um eina milljón bandarískra dollara, eða um 116 milljónir íslenskra króna.

Fjallað er um málið í The Albuquerque Journal í dag og kemur þar fram að Resendiz hafi játað það að hafa setið að drykkju í nokkra klukkutíma ásamt framkvæmdastjórum Synthesis. Hann segist því ekki hafa vitað hvað hann væri að skrifa undir.

Í málsástæðum fyrirtækisins bandaríska er því haldið fram að bærinn skuldi fyrirtækinu greiðslur fyrir störf sem innt voru af hendi eftir efni samningsins. Bærinn Sunland Park heldur því hinsvegar fram að samningarnir séu ógildir þar sem samþykki bæjarráðs hafi skort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×