Erlent

Fimm látnir á Pukkelpop

Frá hátíðinni í Belgíu.
Frá hátíðinni í Belgíu.
Á belgísku tónlistarhátíðinni Pukkelpop gerði gríðarlegan storm í gærkvöldi. Fimm manns létu lífið og yfir 75 slösuðust þegar tjöld féllu saman. Aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að aflýsa þeim tónleikum sem eftir eru af virðingu við fórnarlömbin. Enn bíða einhverjir 40.000 gestir eftir að vera fluttir á brott af svæðinu.

Um hálf sjö leytið í gærkvöldi skall stormurinn á með regni og hagléli. Tré féllu, brotajárn fauk um og þrjú sviðstjöld lögðust í rústir. Aðstæður á svæðinu eru hrikalegar.

Pukkelpop er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Evrópu. Hún er ein stærsta hátíð álfunnar. Um 60.000 gestir voru á hátíðinni í ár, en meðal hljómsveita voru The Foo Fighters, Eminem, The Offspring og Panic! at the Disco.


Tengdar fréttir

Svið á tónleikahátíð hrundi í miklu óveðri

Að minnsta kosti tveir ertu látnir og um fjörutíu eru slasaðir eftir að svið á Pukkelpop-tónlistarhátíðinni í Belgíu hrundi í miklu óveðri sem gekk yfir svæðið í dag. Fjölmiðlar í Belgíu segja þó að tala látinni kunni að hækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×