Erlent

E-töflur nýtt krabbameinslyf

E-töflur verða mögulega til góðs í framtíðinni.
E-töflur verða mögulega til góðs í framtíðinni.
Fíkniefnið alsæla, eða e-töflur, virðist vænlegt vopn í baráttunni við blóðkrabbamein. Það kemur fram í rannsókn sem birt var í Investigational New Drugs journal. Þó engin meðferð sé væntanleg næstu tugi ára eru uppgötvanirnar „merkilegt skref í rétta átt".

Alsælan virkar vel í tilraunaglösum, getur hreinlega þurrkað út krabbameinsfrumur í sumum tilvikum. Raunin gæti verið önnur í lifandi fólki.

Rannsókn frá árinu 2006 hafði gefið sömu niðurstöður, en þá þurfti of stóra skammta af alsælu til að vinna bug á meininu. Nú hafa vísindamenn hundrað-faldað virkni alsælunnar. Hún virkar því hundrað sinnum betur sem lyf. Vísindamenn segja næstu ár verði virkilega spennandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×