Erlent

Sjö látnir í Ísrael

Árásirnar virtust vel skipulagðar.
Árásirnar virtust vel skipulagðar. Mynd/AP
Árásirnar í Ísrael í morgun eru þær blóðugustu í yfir tvö ár þar í landi. Sjö Ísraelar létust og um tuttugu særðust. Árásirnar voru þríþættar. Fyrst var skotið á rútubifreið sem innihélt venjulegt fólk og hermenn. Þá var sprengju skotið á fólksbíl og loks sprakk sprengja í vegarkanti þegar hermenn á leið á árásarstaðina fóru hjá.

Varnarmálaráðherra Ísrael, Ehud Barak, segir rót hryðjuverkanna vera á Gazasvæðinu. „Ísrael mun bregðast við af fullum krafti og ákveðni," bætti hann við.

Enn liggur ekki fyrir hverjir standa á bak við árásirnar. Embættistmenn í Egyptalandi neita því að árásirnar komi þaðan. Getgátur eru um að árásarmennirnir komi frá Gaza.


Tengdar fréttir

Sex létust hið minnsta í Ísrael

Að minnsta kosti sex liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásirnar í Ísrael í morgun. Um þaulskipulagðar árásir virðist hafa verið að ræða en fyrst létu byssumenn til skarar skríða gegn langferðarbíl í suðurhluta landsins. Skömmu síðar var önnur árás gerð á bifreið á sama svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×