Erlent

Skotland krefur Shell upplýsinga

Hér má sjá olíurákina í hafinu.
Hér má sjá olíurákina í hafinu. Fréttablaðið/AP
Skoska ríkisstjórnin hefur krafist frekari upplýsinga um versta olíuleka síðasta áratugar í norðurhöfum. Eins og fréttastofa hefur áður greint fóru pípur í sundur á einum olíuborpalla Shell útaf ströndum Skotlands í síðustu viku. Fyrirtækið hefur enn ekki komist fyrir lekann, en hann er nú töluvert minni en hann var í upphafi. Þegar hafa 13.0000 tunnur af olíu, sem nemur um 200 þúsund lítrum, farið í sjóinn. Talið er að um 4000 tunnur séu enn eftir í pípunum, eða 62 þúsund lítrar.


Tengdar fréttir

Shell berst við leka olíuleiðslu

Starfsmenn olíurisans Shell berjast nú við að komast fyrir leka úr lögn frá einum borpalli fyrirtækisins út af ströndum Skotlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×