Erlent

Skotið við landamæri Norður- og Suður Kóreu

Eyjan Yeonpyeong, við landamæralínuna.
Eyjan Yeonpyeong, við landamæralínuna. Mynd/AFP
Suður kóreski herinn skaut í dag viðvörunarskotum eftir að fallbyssuskot frá Norður Kóreumönnum hafnaði skammt frá landamærunum, en hermenn sunnan við landamærin segjast hafa heyrt í þremur fallbyssuskotum og séð eitt þeirra falla nálægt landamæralínunni.

Atvikið átti sér stað á því sem kallað er nyrðri markalínan milli landanna, en hún liggur í sjónum vestan við skagann sem löndin liggja á.

Viðvörunarskotin lentu einnig nálægt landamærunum, en þó ekki inni á landsvæði Norður Kóreumanna. Suður Kóreumenn reyna nú að komast að því hvort um slysaskot hafi verið að ræða úr norðrinu, eða hvort viljandi hafi verið skotið.

Atvikið eykur á spennuna við landamærin, sem hafa verið vettvangur illra og blóðugra deilna undanfarin ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×