Innlent

Forsetar kynntu sér starfsemina í Skógarhlíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsetarnir kynntu sér starfsemina í Skógarhlíð.
Forsetarnir kynntu sér starfsemina í Skógarhlíð.
Dalia Grybauskait, forseti Litháens, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsóttu björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í morgun, en sá fyrrnefndi er hér í opinberri heimsókn. Á móti þeim tóku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Margrét Laxdal, varaformaður Slysavarnafélagsin Landsbjargar.

Forsetarnir skoðuðu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og að lokum Samhæfingarstöðina. Forsetarnir kynntu sér meðal annars starfsemi viðbragðsaðila og einnig jarðfræði Íslands og skipulag rýmingarmála í eldgosinu í Eyjafjallajökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×