Innlent

Ungir sjálfstæðismenn sammála Bjarna

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir stuðningi við ummæli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að draga beri aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Bjarni lét ummælin falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum og í yfirlýsingu frá stjórn SUS segir að þau séu í takt við yfirlýsingar sambandsins í gegnum tíðina.

Þá hvetja ungir sjálfstæðismenn jafnframt aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins til þess að fylgja stefnu flokksins í málinu en hún liggur skýrt fyrir frá síðasta landsfundi. „Þeir þingmenn sem ekki geta unað niðurstöðu landsfundar þurfa að íhuga stöðu sína vandlega,"segir í yfirlýsingu ungliðanna. Þar er væntanlega átt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem í fréttum Stöðvar 2 á dögunum sagðist ósammála Bjarna í þessu máli. Betra væri að klára málið og leyfa þjóðinni að taka ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×