Innlent

Litla tvíburasystirin látin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valgerður Lilja Gísladóttir, litla stelpan sem fæddist fyrir tímann fyrr í mánuðinum, er látin. Móðir stúlkunnar, Hanna Lilja Valsdóttir, gekk með tvíburasystur en veiktist þegar hún var langt gengin með þær. Hanna Lilja lést en tvíburasysturnar lifðu. Valgerður Lilja var veikburða frá fæðingu og var í öndunarvél en systir hennar braggaðist vel.

Vinir móðurinnar settu á stofn söfnun fyrir stúlkurnar, föður þeirra og systkini tvö. Í síðustu viku gengu skilaboð milli fólks á Facebook og öðrum síðum með upplýsingum um atburðina og söfnunina. Faðir stúlkunnar hefur fundið fyrir miklum stuðningi í samfélaginu vegna atburðanna, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Fyrir þá sem vilja leggja fjölskyldunni lið er söfnunarreikningurinn: 0322-13-700345 og kennitala: 080171-5529.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×