Innlent

Fyrrverandi fréttastjóri vill vinna fyrir fjölmiðlanefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Garðarson.
Karl Garðarson.
Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, er einn 27 umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar. Umsóknarfrestur um starfið rann út um helgina. Fjölmiðlanefnd var skipuð samkvæmt nýjum lögum um fjölmiðla sem samþykkt voru í apríl síðastliðnum. Eiríkur Jónsson, kennari við lagadeild Háskóla Íslands, er formaður nefndarinnar.

Auk Karls Garðarssonar eru á listanum áberandi nöfn eins og Jóhann Hauksson sem var fréttamaður á RÚV og DV um árabil og Elva Björk Sverrisdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu.

Hér má sjá lista yfir alla umsækjendurna
Á verksviði fjölmiðlanefndarinnar er meðal annars að fylgjast með því að fjölmiðlaveitur fari að fyrirmælum fjölmiðlalaganna og fylgjast með stöðu og þróun á fjölmiðlamarkaði og safna upplýsingum þar að lútandi.

Ef smellt er á myndina hér til hliðar má sjá lista yfir umsækjendur um starf framkvæmdastjóra nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×