Innlent

Mamma kærði son sinn fyrir fjárdrátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Maðurinn var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa dregið sér tæplega þrjár milljónir króna af reikningi móður sinnar var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Móðir mannsins kærði hann til lögreglunnar í höfuðborgarsvæðinu haustið 2009 fyrir að hafa í febrúar það ár tekið peninginginn án vitneskju og heimildar frá móðurinni og ráðstafað honum í eigin þágu til bílakaupa.

Maðurinn var fjárhaldsmaður móður sinnar á meðan hún bjó í Ameríku Hann neitaði sök. Hann sagðist hafa rætt við móður sína um að hann gæti ekki endurgreitt henni peninginn vegna efnahagsástandsins og hún hafi viljað veita honum peninginn að gjöf.

Þessu neitaði móðir hans en að mati dómsins var hún ekki að öllu leyti samkvæmt sjálfri sér í skýrslum sem hún gaf lögreglu og fyrir dómi. Taldi dómurinn ósannað að hann hafi í heimildarleysi og í auðgunarskyni tekið út féð af reikningi hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×