Erlent

Hamas og Ísrael semja um vopnahlé

Enn berast fréttir af sprengingum þrátt fyrir umsamið vopnahlé.
Enn berast fréttir af sprengingum þrátt fyrir umsamið vopnahlé.
Hamas-samtökin og Ísrael hafa samið um vopnahlé sem hefst í dag. Þetta kom fram á vef fréttaveitunnar Reuters í morgun. Eftir fimm daga af vopnuðum átökum ku hóparnir hafa náð samkomulagi um vopnahlé. Hamas-samtökin ætla sér að þvinga smáa herflokka í Palestínu, sem ábyrgir eru fyrir flestum sprengingum á landamærunum, til að virða samkomulagið.

Þrátt fyrir vopnahléð berast enn fréttir af sprenginum frá svæðinu. Eftir að samkomulagið var gert bárust fréttir af loftárás á Gaza og sprenginum í Ísrael. Talsmaður ríkisstjórnar Ísrael neitaði að ræða hið ætlaða vopnahlé við fréttastöðina Al Jazeera.


Tengdar fréttir

Sjö látnir í Ísrael

Árásirnar í Ísrael í morgun eru þær blóðugustu í yfir tvö ár þar í landi. Sjö Ísraelar létust og um tuttugu særðust. Árásirnar voru þríþættar. Fyrst var skotið á rútubifreið sem innihélt venjulegt fólk og hermenn. Þá var sprengju skotið á fólksbíl og loks sprakk sprengja í vegarkanti þegar hermenn á leið á árásarstaðina fóru hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×