Erlent

Fellibylur nálgast Púertó Ríkó

Púertó Ríkó
Púertó Ríkó Myndin er úr safni
Talið er að hitabeltisstormurinn Irene sem gengið hefur yfir sunnan við Puerto Rico síðustu vikur geti breyst í kraftmikinn fellibyl.

Flugvöllum var lokað á nokkrum svæðum í landinu og nokkrir bæir á láglendu svæði voru rýmdir. Talið er að stormurinn verði orðinn að fellibyl áður en hann færist yfir landið á næstu klukkutímum.

Þá er jafnframt talið að fellibylurinn muni ganga yfir Dóminíska lýðveldið og Haítí í dag og kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×