Erlent

Fagnaðarlátunum linnir ekki

JHH skrifar
Fréttir herma að synir Gaddafis hafi verið handteknir. Mynd/afp
Fréttir herma að synir Gaddafis hafi verið handteknir. Mynd/afp
Líbískir borgarar fagna látlaust nú þegar líbískir uppreisnarmenn eru komnir á Græna torgið, sem er miðhluti höfuðborgarinnar Trípolí í Líbíu.

Fréttir af gangi mála eru nokkuð óljósar. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrír synir einræðisherrans Gaddafis hefðu verið handteknir. BBC fréttastofan segir að þeir séu einungis tveir.

BBC segir jafnframt að þótt fjöldi almennra borgara fagni uppreisnarmönnunum sé samt talið að Gaddafi eigi sér ennþá þúsundir vopnaðra stuðningsmanna í höfuðborginni Aðrar fréttir bendi til þess að margir þeirra séu að gefast upp fyrir vopnuðu uppreisnarmönnunum.

Hvað sem því líður er ljóst að múgæsingin á Græna torginu er mikil og bera myndir sem Sky sjónvarpsstöðin hefur sýnt í kvöld það glögglega með sér.


Tengdar fréttir

Segjast hafa handtekið syni Gaddafís

Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa handtekið þrjá syni Muammars Gaddafí Líbíuleiðtoga. Leiðtogi upppreisnarmannanna, Mustafa Abdel Jalil, segir að þeim sé haldið á öruggum stað og verði ekki gert mein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×