Erlent

Hundruðir látnir í blóðugum bardögum í Líbíu

Mörg hundruð manns hafa fallið í Trípólí frá því í gærkvöld.
Mörg hundruð manns hafa fallið í Trípólí frá því í gærkvöld. Mynd/AFP
376 manns hafa látist í átökum í Tripoli, höfuðborg Líbíu, og um eitt þúsund hafa slasast. Leiðtogi landsins, Muhammar Gaddafi, hyggst ekki yfirgefa borgina.

Andstæðingar Gaddafi gerðu uppreisn í höfuðborginni seint í gærkvöld, og hafa þegar náð völdum yfir herstöð skammt frá, en herstöðin var undir stjórn sonar Gaddafi.

Gaddafi hefur tilkynnt að hann hyggist ekki yfirgefa höfuðborgina, heldur sitja þar sem fastast þar til hann ber sigur úr býtum.

Hingað til hefur leiðtoginn átt sterkt bakland í Tripoli, en herir uppreisnarmanna hafa nú lagt leið sína til borgarinnar, bæði úr austri og vestri, með stuðningi flugvéla Atlantshafsbandalagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×