Innlent

Krefjast þess að Obama beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hart er lagt að Obama að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða. Mynd/ AFP.
Hart er lagt að Obama að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða. Mynd/ AFP.
Hópur umhverfisverndasamtaka krefjast þess að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða Íslendinga. Þess er krafist að forsetinn tilkynni fulltrúadeild þingsins fyrir 17. september næstkomandi hvaða þvingana hann geti gripið til.

„Íslendingar hafa farið yfir strikið,“ er haft eftir Allan Thornton, framkvæmdastjóra Umhverfisrannsóknarstofnunarinnar, á MarketWatch. Hann krefst þess að viðskiptabann verði sett á þau sjávarútvegsfyrirtæki sem tengjast með einhverjum hætti hvalveiðum Íslendinga.

Gary Locke, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði í júlí síðastliðnum að Íslendingar gerðu lítið úr starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins með veiðum á langreyð og sölu á kjöti af henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×