Innlent

180 milljónir til að flýta framkvæmdum

Norðlingaskóli
Norðlingaskóli
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra um að flýta framkvæmdum við Norðlingaskóla með því veita hundrað og áttatíu milljónum króna til viðbótar í framkvæmdirnar á þessu ári.

Öll kennslurými, húsnæði stjórunar og sameiginleg rými hafa þegar verið tekin í notkun eða samtals um fimm þúsund fermetrar.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á næsta ári en samkvæmt upphaflegri áætlun átti þeim að ljúka árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×