Innlent

Má veiða 181 þúsund tonn af loðnu

Loðna
Loðna mynd úr safni
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í morgun út heimild til íslenskra loðnuveiðiskipa á komandi loðnuvertíð um veiðar á rúmum hundrað áttatíu og eitt þúsund tonnum af loðnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Ákvörðun ráðherra byggir á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar en ennfremur var ákveðið að loðnuveiðar verði takmarkaðar við tímabilið fyrsta október næstkomandi til 30. apríl á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×