Innlent

Reyndu að stinga lögregluna af - táragasbrúsi í bílnum

Í bílnum fannst Mace brúsi sem tilheyrir lögreglunni.
Í bílnum fannst Mace brúsi sem tilheyrir lögreglunni. MYND/Valgarður
Ökumaður bifreiðar lét sér ekki segjast í nótt þegar lögregla reyndi að stöðva hann við venjubundið eftirlit. Bíllinn ók greitt í burtu og inn í íbúðarhverfi. Þar ók hann hinsvegar á kyrrstæða bifreið. Þrennt var í bílnum og reyndu þau að komast undan. Tveimur þeirra, pilti og stúlku, tókst það en sá þriðji, sem hafði verið farþegi í bílnum var handtekinn af lögreglu.

Þegar leitað var í bílnum kom í ljós táragasbrúsi sem tilheyrir lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru þess nokkur dæmi að brúsum af þessari gerð, sem lögregla notar til sjálfsvarnar, hafi verið stolið frá lögreglumönnum.

Bifreiðin sem skemmdist nokkuð er í vörslu lögreglu og leitar hún nú eiganda hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×