Innlent

Ekki talið að maðurinnn hafi farist með voveiflegum hætti

Ekki er talið að maðurinn, sem fannst látinn í fangaklefa sínum hjá lögreglunni á Suðurnesjum aðfaranótt þriðjudags, hafi farist með voveiflegum hætti

Maðurinn var fæddur árið 1978 og er pólskur að uppruna. Hann hefur verið búsettur hér á landi í talsverðan tíma.

Maðurinn var færður í varðhald ásamt félaga sínum vegna ofurölvunar. Hann fannst látinn seint sama kvöld. Engir áverkar eru á manninum og ekkert sem gefur til kynna með hvaða hætti hann lést.

Að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, liggja bráðabirgðaniðurstöður krufningar fyrir eftir tvo daga. Ef dánarorsökin skýrist ekki þá, verður málið rannsakað frekar.

Það er ríkissaksóknari sem hefur umsjón með rannsókn málsins en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmd hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×