Sport

Wozniacki gerði grín að Nadal á blaðamannfundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki er þekkt fyrir skemmtilega framkomu og hún tók sig til og gerði grín að Spánverjanum Rafael Nadal þegar hún settist í stólinn sinn á blaðamannafund í gær.

Rafael Nadal hrundi niður úr sama stól á blaðamannafundi í fyrradag þegar hann fékk skyndilega krampaverki á miðjum blaðamannafundi. Tíu mínútna töf var á fundinum á meðan hugað var tennisstjörnunni en blaðamenn þurftu þá að yfirgefa salinn. Nadal kallaði síðan aftur á blaðamennina og kláraði fundinn.

Wozniacki byrjaði á því þegar hún settist í stólinn að leika það eftir þegar Nadal seig niður í stólnum en hún var fljót að missa andlitið og hló síðan af öllu saman. Trúðslæti hennar vöktu almenna lukku en síðan tók alvarlegar umræður um framhald mála.

Wozniacki tók það fram að hún hafi ekki ætlað að móðga Nadal með þessum fíflaskapi sínum og að hún beri mikla virðingu fyrir Spánverjanum snjalla.

Þau Caroline Wozniacki og Rafael Nadal eru bæði á fullu á opna bandaríska meistaramótinu, Rafael Nadal er kominn í 4. umferð og Wozniacki mætir þýsku stelpunni Andrea Petkovic í átta manna úrslitum.

Caroline Wozniacki á enn eftir að vinna stórmót á ferlinum en hefur tíu sinnum fagnað sigri á stórmótum þar á meðal á opna bandaríska mótinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×