Innlent

Kostnaður vegna þunglyndislyfja lækkað um hálfan milljarð

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þunglyndislyfja hefur lækkað um tæpan hálfan milljarð á einu ári, frá 1. júní 2010 til 31. maí 2011 miðað við síðustu tólf mánuði þar á undan.

Um þrjátíu og tvö þúsund einstaklingar hafa fengið ávísað þunglyndislyfi á síðastliðnum tólf mánuðum sem er svipaður fjöldi og á sama tímabili á undan. Þetta kemur fram á heimasíðu sjúkratrygginga Íslands.

Þar segir ennfremur að notkun á hagkvæmari lyfjum hafi aukist og þá hafa ný samheitalyf komið á markaðinn sem skýrir meðal annars þessa lækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×