Innlent

Féll fram af svölum en afþakkaði aðstoð

Ökumaður á Akranesi missti stjórn á bílnum sínum við Garðabraut og ók á skilti eftir að barn hjólaði skyndilega út á gangbraut og í veg fyrir bílinn. Enginn slasaðist en bifreiðin var nokkuð skemmd eftir óhappið. Bíllinn sat fastur á skiltinu og þurfti kranabíl til þess að fjarlægja ökutækið.

Lögreglan á Akranesi villa brýna fyrir börnum og forráðamönnum þeirra að börn eiga að reiða hjól sín yfir gangbrautir.

Þá barst lögreglunni tilkynning aðfaranótt sunnudags, um að maður hefði fallið fram af svölum á annarri hæð. Lögreglan og sjúkraflutningsmenn fóru á vettvang. Maðurinn afþakkaði aðstoðina en í ljós kom að sex klukkustundir voru liðnar frá því hann féll fram af svölunum. Maðurinn leitaði hinsvegar til læknis morguninn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×