Innlent

Með minniháttar áverka - ökumaðurinn gaf sig fram

Bíllinn er gjörónýtur eftir umferðarslysið
Bíllinn er gjörónýtur eftir umferðarslysið Mynd/Valli
Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í kvöld, virðist við fyrstu skoðun með minniháttar áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann verður til eftirlits á sjúkrahúsinu í nótt.

Lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum og ökumaður annars þeirra hafi misst stjórn á honum. Bíllinn lenti á ljósastaur og fór svo nokkrar veltur áður en hann hafnaði utan vegar.

Ökumaður, hins bílsins, stakk af slysstað en gaf sig svo fram við lögreglu nokkrum klukkutímum síðar. Hann er nú í yfirheyrslum hjá rannsóknarlögreglu.

Fjöldi vitna var að slysinu en vegurinn er enn lokaður til norðurs. Vegfarendum er bent á Hafnarfjarðarveg og upp á Arnarneshæð og Fífuhvammsveg eða Reykjanesbraut. Lokað er fyrir umferð af Fífuhvammsvegi inn á Hafnarfjarðarveg.

Búist er við að vegurinn opni aftur um klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×