Innlent

Vill að bygging á nýju fangelsi verði rædd í sölum Alþingis

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson Mynd/Anton Brink
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að ákvörðun Ögmundar Jónasson, innanríkisráðherra, um að nýtt öryggisfangelsi verði byggt á Hólmsheiði eigi að ræða í sölum Alþingis. Hann segir það megi spara mikinn pening með því að byggja nýja öryggisálmum við Litla Hraun.

Í pistli á Pressunni segir Björgvin að eina ákvæðið í fjárlögum, um byggingu á nýju fangelsi, sé í 6. grein. Þar segir að heimild sé að leigja eða kaupa nýtt gæsluvarðhaldsrými og selja það gamla. „Ekki orð um nýja stórbyggingu sem hýsti nýtt gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi. Það er stefnubreyting sem ekki hefur hlotið umræðu eða afgreiðslu á Alþingi."

Hann segir að hann, sem fulltrúi í fjárlaganefnd hafi ekki tekið neinar ákvörðun um byggingu á nýju öryggisfangelsi með öllu sem því tilheyrir, „heldur þvert á móti; að kaupa eða leigja nýtt rými fyrir gæsluvarðhald."

Hann segir það í besta falli ótímabær umræða um nýja öryggis fangelsisbyggingu á öðrum stað en hún er nú stafrækt á.

Hann hefur óskað eftir umræðu utan dagskrár á Alþingi við innanríkisráðherra um málið á september þinginu. „Vonandi gefst færi á að fara yfir alla forsendur, faglegar og fjárhagslegar, og leiða fram að best er, hagkvæmast og faglega, að byggja nýja öryggisálmu á Litla Hrauni. Því samhliða nýtt komu- og gæsluvarðhaldsrými á höfuðborgarsvæðinu fyrir miklu minna fé en nú er lagt upp með," segir Björgvin að lokum í pistli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×