Innlent

Tveir menn reyndu að tæla barn upp í bíl - buðu dreng sælgæti

Kópavogur. Myndin er úr safni.
Kópavogur. Myndin er úr safni.
Tveir á menn á bíl buðu dreng sælgæti þar sem hann beið eftir strætó í Hlíðarhjalla í Kópavogi, skammt frá Álfhólsskóla, um klukkan eitt í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi varð drengurinn var við að mennirnir fylgdust með honum, síðan buðu þeir honum sælgæti. Drengurinn hafði vit á að forða sér í burtu.

Lögreglan rannsakar málið en skólayfirvöld Álfhólsskóla hafa gefið út viðvörun vegna þessa.

Þarna er um svipaðar lýsingar að ræða og borist hafa lögregluyfirvöldum undanfarna daga, en börn hafa tilkynnt um tvo menn sem hafa reynt að lokka þau upp í bílinn með ýmsum leiðum.

Sú fólskulegasta var líklega í síðustu viku þegar mennirnir lugu að barni að foreldri þess væri slasað og buðust til þess að keyra barnið á spítala þar sem foreldrið átti að dvelja. Barnið féll ekki fyrir bragðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×