Erlent

Hóta að taka fjögur of feit börn af foreldrum

Yfirvöld hafa hótað að gefa börnin til ættleiðingar léttist þau ekki.
Yfirvöld hafa hótað að gefa börnin til ættleiðingar léttist þau ekki. Mynd/Getty
Skosk yfirvöld hafa hótað að taka fjögur of þung börn af foreldrum þeirra eftir að hafa gefið þeim árangurslausar viðvaranir um að börnin verði að léttast. Börnin sem eru af sjö systkina hópi eru á aldrinum eins til ellefu ára og kljást foreldrarnir sjálfir við offituvanda. Fjölskyldan býr í félagslegu húsnæði í borginni Dundee og eru hin þrjú börnin einnig í þyngri kantinum samkvæmt frétt Washington Post.

Yfirvöld tilkynntu foreldrunum í síðustu viku að fjögur yngstu börnin gætu verið tekin af heimilinu og sett í fóstur eða jafnvel gefin til ættleiðingar ef ekki yrði gerð bragarbót á heimilinu undir eins. Þekkt eru dæmi frá Bandaríkjunum þar sem börn hafa verið tekin af foreldrum sínum af sömu ástæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×