Innlent

Sökuð um að svíkja sex milljónir út úr hafnfirskri fasteignasölu

Hafnarfjörður. Myndin er úr safni.
Hafnarfjörður. Myndin er úr safni.
Kona á fertugsaldrinum hefur verið ákærð fyrir að svíkja rúmlega sex milljónir króna úr fasteignasölu í Hafnarfirði þar sem hún starfaði sem bókari og gjaldkeri á árunum 2007 til 2008.

Mál konunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en konunni er meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér margvísislegar vörur í nafni fasteignasölunnar.

Meðal vara sem hún á að hafa keypt fyrir fé fasteignasölunnar voru tvö sjónvörp, myndavél og vörur í versluninni Byko. Hún er einnig sökuð um að hafa dregið sér milljón þegar hún greiddi fyrir fasteign með fé fasteignasölunnar.

Krafist er refsingar yfir konunni, sem er nú búsett í Noregi, auk þess sem fasteignasalan krefst þess að konan verði dæmd til þess að greiða þeim sex milljónir króna í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×