Innlent

Óforsvaranlegt að veita Nubo undanþágu

Mynd/Anton Brink
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingkona VG segir það óforsvaranlegt fyrir ríkið að veita Huang Nubo, kínverska auðkýfingnum sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum,  undanþágu til þess að kaupin megi ganga í gegn. Guðfríður segir nauðsynlegt að endurskoða lögin um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu áður en slíkar undanþágur séu veittar.

Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en Guðfríður spurði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra hvað líði endurskoðun laganna. Katrín segir að nefnd hafi verið skipuð í því skyni og að hún hafi nú formlega hafið störf undir stjórn Ástráðs Haraldssonar lögmanns. Guðfríður segir afar mikilvægt að styrkja almannarétt og þjóðareign á auðlindum hér á landi enda hrannist tilefnin upp, nú síðast mál Huangs Nubo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×