Innlent

Nokkuð um innbrot á Suðurlandi

Innbrot. Myndin er úr safni.
Innbrot. Myndin er úr safni.
Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan sjö síðastliðinn fimmtudagsmorgun um yfirstandandi innbrot í sumarbústað í Reykjaskógi í Bláskógabyggð.

Vitni sá lítilli grárri fólksbifreið ekið af svæðinu um líkt leyti. Hann sá hinsvegar ekki skráningarnúmer né hver tegund bifreiðarinnar var. Þrátt fyrir leit fannst bifreiðin ekki.  Tilkynnt hefur verið um innbrot í tvo aðra bústaði á svæðinu.  Úr bústöðunum var stolið flatskjáum og hljómflutningstækjum.

Þá var brotist var inn í verslunina ÓS í Þorlákshöfn aðfaranótt síðastliðins laugardags. Þjófurinn hafði á brott um það bil 40 lengjur af tóbaki af ýmsum tegundum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

 

Svo voru tveir 16 ára gamlir piltar staðnir að hnupli í verslun N1 við Austurveg á Selfossi. Báðir eru þeir sakhæfir en viðkomandi barnaverndarnefndum verður tilkynnt um atvikið.

 

Bifreið var ekið útaf Þorlákshafnarvegi við Lambafell síðdegis á laugardag. Í bifreiðinni var, ásamt ökumanni, farþegi sem kvartaði um eymsli í baki.  Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi.  Ökumaður var óslasaður en grunur lék á að hann væri undir fíkniefnaáhrifum. Blóðsýni var tekið frá honum og verður sent til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×