Innlent

Ríkisstjórnarfundir verða hljóðritaðir

Þráinn sagði já.
Þráinn sagði já.
Ríkisstjórnarfundir verða hljóðritaðir en frumvarp um Stjórnarráð Íslands var samþykkt úr allsherjarnefnd Alþingis í morgun.

Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, neitaði að samþykkja frumvarpið fyrir helgi þar sem hann vildi að fundir ríkisstjórnar yrðu hljóðritaðir. Nú hefur náðst samkomulag um að upptökur verða gerðar opinberar þrjátíu árum eftir hljóðritun.

Frumvarpið var samþykkt úr nefndinni með atkvæðum þingmanna allra flokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×