Erlent

Fyrrverandi Frakklandsforseti ákærður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Líklegt þykir að réttað verði yfir Chirac.
Líklegt þykir að réttað verði yfir Chirac. Mynd/ AFP.
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið ákærður fyrir að hafa fjármagnað kosningasjóði sína með ólögmætum hætti þegar hann var borgarstjóri í París. Fréttavefur BBC segir hins vegar að óvíst sé hvort réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi geti farið fram því hann sé orðinn 78 ára gamall og berjist við minnisleysi. Ef réttarhöldin fara fram þykir næstum alveg víst að Chirac verði ekki viðstaddur þau. Chirac var borgarstjóri í París á árunum 1977 til 1995. BBC segir að viðurlögin við þeim brotum sem hann er ákærður fyrir geti verið allt að 10 ára fangelsi og sekt sem nemur um 25 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×