Erlent

Þrír merkir minnisvarðar skemmdir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Trevi brunnurinn í Róm.
Trevi brunnurinn í Róm. Mynd/ AFP.
Þrír sögufrægir minnisvarðar hafa verið skemmdir í Róm, höfuðborg Ítalíu að undanförnu. Í einu tilfellinu náðust myndir á öryggismyndavél af manni sem hjó tvö stykki úr gosbrunni í Piazza Navona. Nokkrum klukkustundum síðar sást maður henda steini í hinn fræga Trevi gosbrunn í miðborg Rómar. Lögreglan segist síðan hafa séð námsmann klífa upp vegg á Colosseum hringleikahúsinu fræga til þess að höggva af marmarastykki. BBC segir að lögreglan gruni að í einhverjum fyrrgreindra tilfella hafi getað verið um sama einstakling að ræða. Þrátt fyrir að bæði öryggismyndavélum og lögreglumönnum hafi verið fjölgað segir lögreglann það verða æ erfiðara að vernda ævaforn minnismerki í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×