Innlent

Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni segir að atvinnuuppbygging og jarðarkaup séu ekki sami hluturinn. Mynd/ Anton.
Bjarni segir að atvinnuuppbygging og jarðarkaup séu ekki sami hluturinn. Mynd/ Anton.
Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum.

„Ég geri greinarmun á því hvort menn vilji hefja atvinnustarfemi á Íslandi eða sækjast eftir því að kaupa mörghundruð ferkílómetra lands," segir Bjarni. Hann segist jafnframt vera mjög hrifinn af áformum Huangs Nubos um að fara í uppbyggingu á ferðaþjónustu hér á landi. „Ég held að það liggi mjög mikil tækifæri í samstarfi við þennan manns sem virðist vilja fara í ferðaþjónustu og annað slíkt," segir Bjarni. En atvinnustarfsemi og jarðarkaup séu ekki sami hlutinn

„Það er ástæða fyrir því að ríkisborgarar á Evrópska efnahagssvæðinu hafa þessa heimild. Hún er sú að þetta tengist fjórfrelsinu sem við erum aðilar að og við eigum gagnvkvæmam rétt i öllum aðildarríkjum ees svæðisins," segir Bjarni. Það sé mikil einföldum þegar menn segi að vegna þess að Portúgalir og Ítalir geti keypt lönd og jarðir á íslandi þá hljóti það sama að eiga að gilda um Kínverja og Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×