Erlent

Darling segir að Brown hefði átt að hætta fyrr

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alistair Darling er að kynna endurminningar sínar þessa dagana. Mynd/ AFP.
Alistair Darling er að kynna endurminningar sínar þessa dagana. Mynd/ AFP.
Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, segir að hann hefði átt að þrýsta meira á Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra, um að láta af embætti forsætisráðherra. Fjármálaráherrann fyrrverandi sakar Brown um að hafa haldið of fast í völdin á meðan ringulreið og krísa ríkti í ríkisstjórninni.

Darling sagði að Verkamannaflokkurinn hefði átt raunverulega möguleika á því að komast betur í gegnum fjármálakreppuna ef Gordon Brown hefði viðurkennt vandann og samþykkt meiri niðurskurð á fjárlögum fyrir síðustu kosningar. Darling viðurkenndi þetta þegar hann var að kynna endurminningar sínar sem eru að koma út í bók um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×