Erlent

Strauss-Kahn kominn heim

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Strauss-Kahn var kampakátur þegar hann birtist fjölmiðlum. Mynd/ AFP.
Strauss-Kahn var kampakátur þegar hann birtist fjölmiðlum. Mynd/ AFP.
Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kom til Parísar um fimmleytið í nótt að íslenskum tíma ásamt eiginkonu sinni. Þau hafa verið í New York í Bandaríkjunum allt frá því að Strauss-Kahn var handtekinn og sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn herbergisþernu á hóteli í maí. Hann hefur alltaf neitað ásökunum og málið hefur nú verið fellt niður vegna ótrúverðugleika herbergisþernurnar. Strauss-Kahn sagði upp störfum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fljótlega eftir að hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×