Innlent

Þúsundir skelltu sér á Hamraborgarhátíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Hamraborgarhátíðinni í dag.
Frá Hamraborgarhátíðinni í dag.
Þúsundir Kópavogsbúa nutu veðurblíðunnar á Hamraborgarhátíð í Kópavogi í dag. Hamraborginni var breytt í göngugötu, sölutjöldum var slegið upp og um 120 manns seldu gamalt dót og nýtt beint úr skottinu á bílnum sínum.

Menningarstofnanir bæjarins voru opnaðar upp á gátt og verslanir og veitingastaðir voru með ýmis tilboð á vörum sínum og þjónustu. Sannkölluð miðbæjarstemmning ríkti því í Hamraborginni í dag.

Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Hamraborgarhátíðin sé haldin á vegum bæjarins í samstarfi við verslanir og önnur fyrirtæki á svæðinu. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og miðað við viðtökurnar er ekki loku fyrir það skotið að hún verði árviss viðburður hér eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×