Erlent

Vatíkanið hafnar ásökunum írska forsætisráðherrans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, sakar Vatíkanið um að hylma yfir með kynferðisbrotamönnum. Mynd/ AFP.
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, sakar Vatíkanið um að hylma yfir með kynferðisbrotamönnum. Mynd/ AFP.
Vatíkanið hafnar algjörlega fullyrðingum írska forsætisráðherrans, Enda Kenny, um að Vatíkanið hafi reynt að koma í veg fyrir tilraunir írskra biskupa til þess að afhjúpa kynferðisbrotamál innan kirkjunnar. Í svokallaðri Cloyne skýrslu sem kom út fyrir nokkru er fullyrt að kynferðisleg misnotkun í Cork í Írlandi hefði verið þögguð niður. Í ræðu sinni í írska þinginu í júlí sagði Kenny svo að kirkjan tæki orðspor sitt framyfir hagsmuni þolenda kynferðisofbeldisins. Vatíkanið segir að skömm sé af umræddum kynferðisbrotum en ásakanir Kennys séu algerlega órökstuddar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×