Erlent

Bandaríkin búa sig undir Lee

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stutt er síðan fellibylurinn Írena gekk yfir Bandaríkin og olli töluverðum skaða. Mynd/ AFP.
Stutt er síðan fellibylurinn Írena gekk yfir Bandaríkin og olli töluverðum skaða. Mynd/ AFP.
Úrhellisrigning var í suðurhluta Lousianafylkis í Bandaríkjunum í morgun en hitabeltisstormurinn Lee nálgast landið og er nú rétt fyrir utan Mexíkóflóa með tilheyrandi vindhviðum. Dagblaðið Los Angeles Times segir að búist sé við því að stormurinn muni valda miklum flóðum í Alabama, Louisiana og Missisippi. Yfirvöld hafa tekið þessum fréttum mjög alvarlega og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Louisiana og Mississippi og sumstaðar hefur fólk verið hvatt til þess að yfirgefa heimili sín. Einungis örfáir dagar eru síðan fellibylurinn Írena gekk yfir Bandaríkjanna og olli töluverðum skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×