Erlent

Púðluhundur bjargar dreng úr eldsvoða

Jafnframt því að vera fríðleiks-skepnur geta púðluhundar heldur betur látið til sín taka þegar í nauðir rekur.
Jafnframt því að vera fríðleiks-skepnur geta púðluhundar heldur betur látið til sín taka þegar í nauðir rekur. Mynd/AFP
Púðluhundur bjargaði 19 ára dreng úr eldsvoða fyrr í dag í Utah í Bandaríkjunum. Hundurinn leiddi reyk-kafara og slökkviliðsmenn að drengnum sem svaf inni í brennandi húsi.

Bráðaliðar sem sendir voru á vettvang vegna eldsvoðans sáu hundinn fyrst. Þeir ætluðu að grípa hann og bera hann út en þá lét hann ekki ná sér, hljóp í átt að stigaopi og beið þar. Þegar reykkafarar fóru á eftir honum hljóp hann áfram svolítinn spotta í viðbót. Þannig leiddi hann þá smátt og smátt niður í kjallara þar sem 19 ára drengur svaf á sófa.

Drengurinn bjargaðist og er heill á húfi. Hundurinn slapp jafnframt ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×