Erlent

Sendiherra Ísraels í Tyrklandi sendur heim

Mynd/ap
Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að reka sendiherra Ísraela úr landi. Ástæðan er ný skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu vinna þar sem árás ísraelskra hermanna á skipalest stuðningsmanna Palestínu en skipin voru á leið til Gaza strandar í maí 2010 þegar á þau var ráðist.

Auk þess að reka sendiherrann hafa Tyrkir ákveðið að segja upp öllum samningum landanna sem varða hernaðarmál. Tyrkir krefjast þess að Ísraelar biðjist afsökunar á framferði sínu en þeir hafa þvertekið fyrir það. Tíu tyrkneskir stuðningsmenn Palestínuríkis létust í aðgerð Ísraela. Ísraelsku hermennirnir voru sagðir hafa byrjað að skjóta um leið og þeir komu um borð en því hafa þeir neitað staðfastlega og segjast aðeins hafa skotið í sjálfsvörn.

Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber en henni var lekið til bandaríska blaðsins The New York Times sem birt hefur útdrætti úr henni. Þar segir að Ísraelar hafi beitt of mikilli hörku í aðgerðum sínum. Skýrslan segir hinsvegar einnig að hafnbann það sem nú er í gildi á Gaza sé löglegt, en því hafa Tyrkir mótmælt lengi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×