Erlent

Bannað að kalla kynskiptinga geðveika

Merkur áfangi náðist í réttindabaráttu kynskiptinga í Tælandi í dag.
Merkur áfangi náðist í réttindabaráttu kynskiptinga í Tælandi í dag. Mynd/AFP
Herinn í Tælandi var í dag skyldaður til að hætta að skilgreina kynskiptinga sem geðsjúklinga. Hingað til hefur herinn neitað því að hleypa kynskiptingum í raðir sínar þar sem þeir væru „veikir á geði". Dómstóll í landinu bannaði í dag þá orðanotkun.

Samart Meechai, kynskiptingurinn sem byrjaði málið árið 2006, fagnaði niðurstöðunni í dag. „Héðan í frá verðum við ekki álitin klikkuð" sagði hann.

Þó dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að stimpla kynskiptinga geðveika skyldaði hann herinn ekki til að taka við þeim í herþjálfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×