Erlent

Hótel fyrir lík slær í gegn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AFP
Hótel fyrir lík er að slá í gegn í Japan. Sorgmæddir eftirlifendur flykkjast að til að leigja herbergi fyrir látna ástvini sína. Eftir það geta þeir komið og hitt líkama þeirra hvenær sem er, jafnt á nóttu sem degi.

Hótelið býður upp á 18 kældar kistur sem það leigir út fyrir 98 pund eða tæpar 20.000 isk á dag. Líkunum er svo rennt þaðan og yfir í „skoðunarherbergi" í gegnum lúgu hvenær sem eftirlifendur þeirra æskja þess.

Þessi nýja hugmynd er áhugaverð birtingarmynd hinnar ört hækkandi dánartíðni í landinu. Árið 2010 dóu 1,2 milljónir fólks, en það er 55.000 fleiri en árið áður. Hisayoshi Teramura, sem rekur hótelið, gerir ráð fyrir því að innan tíðar verði orðin mikil samkeppni á þessum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×