Erlent

Lestarslys á Indlandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AFP
Lestarslys varð á Indlandi í kvöld. Sjö eru sagðir látnir og margir fleiri meiddir í frétt á vefmiðli CBS.

Lögreglumaður af svæðinu sagði slysið hafa orðið þegar þrír lestarvagnar fóru af sporinu. Embættismenn óttast að allt að 15 hafi látist. Miklar rigningar hafa tafið björgunarstörf.

Lestarkerfi Indlands er með þeim stærstu í heimi, flytur um 14 milljónir farþega á degi hverjum. Slys eru algeng og flest þeirra rakin til ófullnægjandi viðhalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×