Viðskipti erlent

Pete Townshend ekki sáttur með iTunes

Pete Townshend er gítarleikari í hljómsveitinni The Who.
Pete Townshend er gítarleikari í hljómsveitinni The Who. mynd/AFP
Pete Townshend, gítarleikari The Who, biðlaði til Apple um að nota úrræði sín og fjármuni til að hjálpa nýjum hljómsveitum að komast á framfæri. Hann sagði að margmiðlunarforritið iTunes væri einungis til þess gert að blóðga listamenn eins og stafræn vampíra.

Þetta sagði Townshend í ávarpi sínu á útvarpsstöðinni BBC 6.

Hann sagði að internetið væri að rífa niður tónlistariðnaðinn og að nýjar hljómsveitir og tónlistarmenn færu á mis við marga af kostum tónlistarútgefanda.

Gítarleikarinn sagið einnig að þeir sem nái í tónlist ólöglega af internetinu gætu allt eins rænt hjóli sonar síns í leiðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×