Viðskipti erlent

Facebook verður að fá leyfi notenda

Mark Zuckerberg, stofnandi og stjórnarformaður Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og stjórnarformaður Facebook. mynd/AFP
Samskiptasíðan Facebook nálgast nú samkomulag við Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna. Nýja samkomulagið gerir ráð fyrir að Facebook verði að biðja um leyfi notenda sinna ef til breytinga kemur á friðhelgi þeirra.

Hingað til hafa notendur Facebook þurft að breyta friðhelgisskilmálum sjálfir eftir að samskiptasíðan hefur átt við þá - svokallað opt-out.

Alríkisviðskiptastofnunin hefur rannsakað starfshætti Facebook síðastliðin tvö ár. Rannsóknin hófst eftir að breytingar á Fésbókinni gerðu persónuupplýsingar opnar fyrir nær öllum.

Núverandi fyrirkomulag er mun hentugra fyrir fyrirtæki því notendur láta sjaldnast verða að því að breyta friðhelgisstillingum sjálfir.

Rúmlega 800 milljón notendur eru skráðir á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×